Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist.
Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina ferðina setur hnetusmjör punktinn yfir i-ið nú í þessum stórgóða rétti sem ég mæli svo sannarlega með að þið prufið.
Dásamlega bragðgóður núðluréttur með hnetusmjörsósu
Núðlur í hnetusmjörsósu
120 ml kjúklingasoð
8 g engiferrót, rifin
45 ml soyasósa, t.d. frá Blue Dragon
50 g hnetusmjör
20 ml hunang
10 g chilípaste, t.d. frá Blue Dragon
3 hvítlauksrif, pressuð
250 g eggjanúðlur, t.d. frá Blue Dragon
1 búnt vorlaukur, saxaður
30 g salthnetur, saxaðar
120 ml kjúklingasoð
8 g engiferrót, rifin
45 ml soyasósa, t.d. frá Blue Dragon
50 g hnetusmjör
20 ml hunang
10 g chilípaste, t.d. frá Blue Dragon
3 hvítlauksrif, pressuð
250 g eggjanúðlur, t.d. frá Blue Dragon
1 búnt vorlaukur, saxaður
30 g salthnetur, saxaðar
- Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum.
- Setjið kjúklingasoð, engifer, soyasósu, hnetusmjör, hunang, chilímauk og hvítlauk saman í pott. Hitið þar til hnetusmjörið hefur bráðnað og blandan er orðin heit. Bætið þá núðlunum saman við og blandið vel saman. Stráið vorlauk og salthnetum yfir allt.
Leave a Reply