Innihaldslýsing

3-4 kjúklingabringur
1 dós (400g) kókosmjólk
1 krukka 280-300g) salasasósa
1 piparostur
salt og pipar
Algjörlega frábær kjúklingaréttur sem er nýtt uppáhald fjölskyldunnar!

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklinginn niður í munnbita.
2.Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Kryddið með salti og pipar. Takið af pönnunni.
3.Setjið kókosmjólk, salsasósu og rifinn piparost á sömu pönnu og bræðið ostinn við vægan hita.
4.Látið kjúklinginn aftur út á pönnuna í sósuna. Látið malla við vægan hita í 3-5 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.