Innihaldslýsing

250g nautahakk
400g rjómaostur
1 saxaður laukur
2 hvítlauksrif marin
1 -2 græn chili söxuð
1 dós saxaðir tómatar
200g salsa sósa
1 bréf taco krydd
200g rifinn cheddar ostur (150g í dýfuna og 50g ofan á)
150g soðnar svartar baunir
150g maískorn
Salt og pipar eftir smekk
1 tsk cumin (broddkúmen)
150g rifinn mozzarella eða annar ostur
2 tómatar saxaðir
1 avocado í bitum
Ferskt kóríander
2 pokar Finn Crisp snakk með Cheddar cheese bragði
Heitar ídýfur sem gratíneraðar eru í ofni eru bara eitt það allra besta sem til er. Þær henta alveg frábærlega í saumaklúbbinn, kósíkvöldið eða júróvisjón partýið. Þessi ídýfa er alls ekki flókin, er bragð og matarmikil og ég ber hana hérna fram með uppáhalds flögunum mínum, Finn Crisp með cheddar osta bragði. Þessar flögur eru...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að steikja nautahakkið á steypujárnspönnu eða pönnu sem má fara inn í ofn. Kryddið með taco kryddinu, takið af pönnunni og geymið til hliðar.
2.Setjið 1 msk af olíu út á pönnuna og steikið laukinn og hvítlaukinn. Þegar laukurinn er orðinn glær bætið þið söxuðu tómötunum, rjómaostinum, grænu chili, kryddum og cheddar osti út á pönnuna og hrærið vel í. Bætið svörtum baunum, maískorni og nautahakki saman við og látið malla smá stund.
3.Toppið með rifna ostinum og restinni af cheddarostinum og bakið í 200° heitum ofni í 20 mín eða þar til osturinn er orðinn fallega gylltur. Takið þá pönnuna út, toppið með söxuðum tómötum, baunum, avocado og kóríander. Berið fram með Finn Crisp snakki með Cheddar cheese.

Heitar ídýfur sem gratíneraðar eru í ofni eru bara eitt það allra besta sem til er. Þær henta alveg frábærlega í saumaklúbbinn, kósíkvöldið eða júróvisjón partýið. Þessi ídýfa er alls ekki flókin, er bragð og matarmikil og ég ber hana hérna fram með uppáhalds flögunum mínum, Finn Crisp með cheddar osta bragði. Þessar flögur eru svo mikil snilld, þær innihalda 60% minni fitu en sambærilegt snakk og eru einnig með 18g af trefjum í 100g. Það má því alveg segja að þetta gæti nú alveg gengið sem kvöldverður líka, ekki myndi ég dæma ykkur ef það yrði raunin!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Íslensk Ameríska.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.