Innihaldslýsing

300g Rigatoni pasta
1 krukka Sacla vegan græn pestó
1 krukka Sacla sólþurrkaðir tómatar
1 dl svartar ólífur
1 dl grænar fylltar ólífur
Kokkteiltómatar eftir smekk
Fersk basilika
Salt og pipar
Rigatoni pasta finnst mér alltaf svo skemmtilegt að bera fram þar sem það er ekki alveg í laginu eins og það sem við erum vön að kaupa. Það dregur vel í sig góðar sósur og hér er ég með græna vegan pestóið frá Sacla sem er alveg framúrskarandi gott í pastarétti.  Að viðbættum grænum og...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að setja vatn í stóran pott og saltið vel. Hitið að suðu og bætið þá Rigatoni pastanu út í vatnið. Sjóðið í 13 mín. Í lokin takið þið frá 1 dl af pastavatni og setjið til hliðar.
2.Skerið ólífurnar í sneiðar og sólþurrkuðu tómatana í bita
3.Hellið vatninu af pastanu og setjið í stóra skál. Setjið pestóið yfir pastað og veltið pastanu saman við.
4.Bætið sólþurrkuðum tómötum og ólífum saman við, setjið kokkteiltómata yfir ásamt ferskri basiliku.

Rigatoni pasta finnst mér alltaf svo skemmtilegt að bera fram þar sem það er ekki alveg í laginu eins og það sem við erum vön að kaupa. Það dregur vel í sig góðar sósur og hér er ég með græna vegan pestóið frá Sacla sem er alveg framúrskarandi gott í pastarétti.  Að viðbættum grænum og svörtum ólífum ásamt sólþurrkuðu tómötunum frá Sacla sem gera þennan rétt algjörlega ómótstæðilegan. Fljótlegur vegan pastaréttur sem tekur enga stund að græja, engin afsökun fyrir því að sleppa því að elda!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við ÍSAM

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.