Innihaldslýsing

180 g smjör, mjúkt
3 dl sykur
1/2 dl ljóst síróp
3 egg
2 tsk vanillusykur
1/2 tsk salt
1 1/2 dl Cadbury kakó
1 1/2 dl hveiti
1 pakki Oreo kex
Gerir 24 stk

Leiðbeiningar

1.Hrærið smjöri og sykri saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu.
2.Blandið þurrefnunum saman í skál og hellið svo saman við eggjablönduna.
3.Setjið smjörpappír í form 24x24 og hellið deiginu þar í.
4.Brjótið Oreo kexkökurnar í tvennt og þrýstið niður í deigið.
5.Bakið í 200°c heitum ofni í 30 mínútur.
6.Takið úr ofni og skerið í bita. Gott er að geyma kökurnar í kæli þar til þær eru bornar fram. Stráið flórsykri yfir eða bræðið súkkulaði og setjið yfir og jafnvel mulið Oreo.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.