Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur, frá Rose Pultry
2 egg, léttþeytt
1 pakki Tuc kex
120 g smjör
1 tsk hvítlaukssalt
svartur pipar

Leiðbeiningar

1.Myljið kexið smátt niður. Setjið hvítlaukskrydd, salt og pipar saman við.
2.Setjið eggin í skál og léttþeytið.
3.Dýfið kjúklingabringunum fyrst í eggjablönduna og veltið þá upp úr kexmulningnum. Setjið í ofnfast mót.
4.Skerið smjörið í bita og látið yfir kjúklingabringurnar.
5.Látið í 160°c heitan ofn í um 45 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.