Innihaldslýsing

500g íslensk bláber, helst nýtínd. Ef þið hafið eitthvað af grænjöxlum með þá má sleppa sultuhleypi
350g sykur
1/4 tsk salt
Vertu velkomið haust! Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskriftir og þó, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega einfalt þá er ágætt að hafa eitthvað til hliðsjónar í...

Leiðbeiningar

1.Setjið berin í sigti og skolið, tínið lyng frá ef eitthvað er
2.Setjið í pott ásamt sykri og salti og sjóðið við vægan hita í 25 mín.
3.Merjið aðeins berin á meðan með sleif.
4.Slökkvið undir og setjið í tandurhreinar krukkur.
5.Passar í 2 miðlungsstórar krukkur.

Vertu velkomið haust!

Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskriftir og þó, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega einfalt þá er ágætt að hafa eitthvað til hliðsjónar í sultu og gel gerð.

Ég fór í smá berjamó í hverfinu mínu í dag og henti í smá sultu á eftir. Það þarf ekkert mikið af berjum til þess að gera nokkrar krukkur.

 

Uppskriftir & myndir eftir Völlu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.