Innihaldslýsing

200 g makkarónur (eða hafrakex)
4 msk ljós púðursykur
120 g smjör, brætt
500 ml rjómi
400 g Philadelphia rjómaostur
10 msk sykur
1/2 tsk salt
1 msk sítrónusafi
2 tsk vanillusykur
70 g Oreo kexkökur, muldar
Oreo cookies & cream eftirréttur

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjör í potti. Myljið makkarónur niður og blandið saman við sykurinn og síðan brætt smjörið.
2.Léttþeytið rjómann og setjið til hliðar.
3.Hrærið rjómaostinn, salt, sykur, vanillusykur og sítrónusafa saman i skál og þeytið í 5 mínútur.
4.Bætið rjómanum saman við rjómaostablönduna og hrærið lítillega saman.
5.Setjið í form og frystið í að minnsta kosti 6 klst.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.