1/4 bolli kínóa (ekki eldað) | |
1 tsk kókosolía | |
1 tsk hlynsíróp | |
3/4 bolli mjúkt hnetusmjör | |
2 msk hlynsíróp | |
1 tsk vanilludropar | |
3 msk OTA haframjöl, malað | |
150 g dökkt súkkulaði |
Gerir um 12 stk.
1. | Látið kókosolíu á pönnu. Þegar hún hefur bráðnað bætið þá kínóa saman við og ristið í 5 mínútur. Takið af hitanum og bætið 1 tsk af hlynsírópi saman við. Blandið vel saman í 30 sekúntur. |
2. | Hrærið saman hnetusmjör, hlynsíróp og vanilludropa. Bætið malaða haframjölinu saman við og að lokum ristuðu kínóa |
3. | Mótið í kúlur og látið í ísskáp í 15 mínútur. |
4. | Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og húðið orkukúlurnar með því. |
Leave a Reply