Innihaldslýsing

3 kjúklingabringur
300 g hrísgrjónanúðlur
1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar
3 vorlaukar, sneiddir þunnt
3 egg
1/2 - 1 dl baunaspírur
salthnetur, saxaðar smátt
ferskt kóríander (má sleppa)
Þessi réttur er fullkominn í afganga daginn eftir. En það er sjaldnast eitthvað eftir. Þetta er svo gott!

Leiðbeiningar

1.Sjóðið núðlurnar skv leiðbeiningum á pakkningu.
2.Skerið kjúklingabringurnar niður í þunnar sneiðar. Hitið olíu í potti og steikið kjúklinginn og lauk þar til kjúklingurinn er rétt eldaður í gegn.
3.Takið kjúklinginn til hliðar á pönnunni og setjið eggin á hina hliðina. Hrærið í þeim þar til þau eru elduð og blandið þá saman við kjúklinginn.
4.Setjið núðlur, vorlauk og baunaspírur saman við.
5.Gerið sósuna og hellið yfir allt. Steikið í nokkrar mínútur og blandið öllu vel saman.
6.Setjið á disk og stráið muldum salthnetum og kóríander yfir allt.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes sem flytur inn vörurnar frá Blue dragon.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.