Partývænir Mojito íspinnar!
Partývænir Mojito íspinnar!

Innihaldslýsing

1.8 dl vatn
1.2 dl hrásykur
1.6 dl safi úr ferskri límónu
1.6 dl sódavatn
1.2 dl fersk mynta
4-6 msk ljóst romm, t.d. Bacardi Carta Blanca
Margir eru eflaust að plana skemmtileg partý þessa dagana og vel við hæfi að bjóða uppá þessa frábæru Mojito partý pinna.

Leiðbeiningar

1.Sjóðið vatn og sykur saman þar til sykurinn er uppleystur. Kælið blönduna.
2.Setjið öll hráefnin ásamt sykurvatninu í blandara og blandið öllu vel og lengi saman.
3.Hellið blöndunni í ísform. Ef þið viljið getið þið skorið þunnar límónusneiðar og sett 1-2 sneiðar í hvert form sem skraut.
4.Setjið í frysti í að lágmarki 6 klst.

Margir eru eflaust að plana skemmtileg partý þessa dagana og vel við hæfi að bjóða uppá þessa frábæru Mojito partý pinna. Með þessum fáið allt það sem góður Mojito bíður uppá en getið útbúið hann með góðum fyrirvara og verið slök í boðinu sjálfu. Áfengismagnið fer eftir smekk hvers og eins. Þessa má einnig gera áfengislausa og þeir verða alveg jafn bragðgóðir og ferskir enda er myntan alveg einstök.

Ísformin keypti ég í Rúmfó en ég sá einnig svona form í Ikea svona ef þið eruð í vandræðum með að finna svona form. Íspinnarnir eru frábærir í partýiið og slá svo sannarlega í gegn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.