Púðursykursmarengsinn klassíski kemur hér í sparibúningi með ljúfri og góðri karmellusósu. Saman er þessi blanda ósigrandi! Púðusykursmarengs með rice krispies og ljúfri karmellusósu Marengsbotnar 4 eggjahvítur 2 dl púðusykur 1 dl sykur 50 g rice krispies Ljúf karmellusósa 50 g smjör 1 dl rjómi 1 poki (250 g) rjómakarmellur, ég notaði frá Freyju 1 peli...

Púðursykursmarengsinn klassíski kemur hér í sparibúningi með ljúfri og góðri karmellusósu. Saman er þessi blanda ósigrandi!

IMG_5913

Púðusykursmarengs með rice krispies og ljúfri karmellusósu
Marengsbotnar
4 eggjahvítur
2 dl púðusykur
1 dl sykur
50 g rice krispies

Ljúf karmellusósa
50 g smjör
1 dl rjómi
1 poki (250 g) rjómakarmellur, ég notaði frá Freyju

1 peli rjómi
ber/ávextir til skreytinga

  1. Þeytið eggjahvítur, púðusykur og sykur vel og lengi saman eða þar til marengsinn er orðinn stífur og glansandi, bætið þá rice krispies varlega saman við með sleif.
  2. Teiknið tvo ca. 23 cm hringi á smjörpappír og deilið marengsinum niður á hvorn hringinn. Setjið því næst botnana inn í 150°c heitan ofn og bakið í um 50 mínútur.
  3. Gerið karmelluna með því að bræða smjörið í potti og bæta síðan rjóma og karmellum saman við og hræra þar til karmellurnar hafa bráðnað. Takið af hellunni og leyfið að kólna.
  4. Þeytið því næst rjómann og látið á milli botnanna. Hellið karmellukreminu yfir og skreytið með berjum og/eða ávöxtum að vild.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.