Flestir elska “pulled pork” en hér er uppskrift af “pulled chicken” sem þið ættuð að elska jafn mikið ef ekki enn meira. Uppskriftin er eins og svo oft áður ofureinföld í gerð og ég nota kjúklinginn í vefjur, salöt og bara eitt og sér með góðu meðlæti. Í miklu uppáhaldi þessi!
600 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry | |
4 dl vatn | |
1 msk kjúklingakraftur, t.d. frá Oscars | |
3 tsk reykt paprika | |
1 tsk cumin (ath ekki kúmen) | |
1/2 tsk kóríanderkrydd | |
1/2 tsk cayennepipar | |
salt og pipar |
Styrkt færsla
1. | Hellið vatni í pott og hitið. Látið kjúklingakraftinn út í. Þeningurinn er uppleystur og bætið þá hinum kryddunum saman við. |
2. | Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum og setjið út í pottinn. Látið lok á pottinn og leyfið að malla í 25 mínútur. |
3. | Takið kjúklinginn úr pottinum og rífið hann niður með tveimur göfflum. |
4. | Berið fram í hamborgarabrauði, vefju, með salati eða því sem hugurinn girnist. |
Leave a Reply