Rababara og jarðaberjabaka með haframulningi og marengs
by Avistain Bakstur, Eftirréttir, Kaka
Haframulningur
3 dl OTA haframjöl, ég notaði tröllahafrana
1 dl vatn
1 dl sykur
1 dl kókosmjöl
1 dl möndlur (má sleppa)
klípa salt
Blandið öllu saman í skál. Látið á ofnplötu og ristið við 170°c heitum ofni þar til gyllt á lit.
Jarðaberja og rababarafylling
4-6 stilkar rababari
3 dl jarðaber
3 dl sykur
Skerið rababarann í 2 cm í bita og látið á pönnu ásamt sykri. Látið malla á pönnunni þar til sykurinn er bráðinn rababarinn er orðinn mjúkur. Skerið jarðaberin í tvennt og látið saman við. Hrærið nokkrum sinnum, takið þá af hitanum og kælið. Látið marengsinn yfir og bakið í 180 c heitum ofni í 20 mínútur eða þar til orðinn gyllt á lit.
Marengstoppur
3 eggjahvítur
100 g sykur
Látið eggjahvítur og sykur í hrærivélaskál. Stífþeytið.
Nú er tilvalið að nýta rababarann í eitthvað geggjað - eins og þessa köku.
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply