Sætar kartöflur fylltar með buffaló-kjúklingi
Sætar kartöflur fylltar með buffaló-kjúklingi
Sætar kartöflur fylltar með buffaló-kjúklingi
Sætar kartöflur fylltar með buffaló-kjúklingi

Innihaldslýsing

6 meðalstórar sætar kartöflur
900 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
150 ml hot sauce, ég notaði
4 msk smjör
1 1/2 tsk hvítvínsedik, t.d. frá Philippo Berio
1/2 tsk Worcestershire sósa (má sleppa)
1/2 tsk hvítlauksduft
1 tsk sterkja (t.d. hveiti) + 1 msk vatn
Sætar kartöflur fylltar með buffalókjúklingi

Leiðbeiningar

1.Stingið með gaffli í kartöflurnar á nokkrum stöðum og setjið í 200°c heitan ofn í 40 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar og fulleldaðar.
2.Setjið kjúklingalærin í stóran pott og látið vatn flæða yfir þau. Setjið lok á pottinn og eldið við meðalhita í 30 mínútur. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr pottinum og takið í sundur með 2 göfflum.
3.Blandið hráefnum fyrir sósuna vel saman. Blandið sterkju og vatni saman og hellið saman við og hrærið í 30 sek eða þar til sósan hefur þykknað. Blandið sósunni saman við kjúklinginn - byrjið rólega og bætið við meiri sósu eftir því hvað heillar.
4.Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið kjúklinginn ofaná hvern kartöfluhelming.
5.Ef þið vijlijð getið þið sett rifinn ost yfir og aðeins leyft honum að bráðna. Svo er geggjað að setja hvítlaukssósu yfir og enda á ferskri steinselju.

Nei sko ef þetta er ekki það allra besta sem ég hef fengið í langan tíma þá veit ég ekki hvað. Þetta er svo dásamlega mikið gúrm að það hálfa væri nóg. Svei mér þá ég held þetta sé meinhollt líka..eða svona “ish”.

Hér er á ferðinni ofnbakaðar sætar kartöflur með kjúklingi í buffalósósu. Rétturinn rífur aðeins í en er ekkert yfirgengilega sterkur – en það fer þó eftir því hversu vel fólk þolir sterkan mat. Ég myndi bara blanda sósunni varlega saman við kjúklinginn og smakka hann til. “Franks Hot” sósuna keypti ég í Costco og mögulega fæst hún í fleiri verslunum núna. Sósan er virkilega bragðgóð og það væri gaman að heyra af því hvar annarsstaðar sé hægt að kaupa hana. Hvítlaukssósan sem ég notaði yfir kjúklinginn er frá E. FINNSSON er geggjuð með þessum sætkartöflurétti og gefur gott mótvægi við sterku sósuna.

Uppskriftina sjálfa sá ég á vefnum notenoughcinnamon og þar sem ég er mikill aðdáandi sætu kartöflunnar að þá stóðst ég ekki mátið. Mæli svo innilega með að þið prufið þessa uppskrift..nei sko nei sko nei sko…NAMM!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.