Innihaldslýsing

1 sæt kartafla
250 g ricotta ostur
1/2 dl parmesan ostur, rifinn
1 1/2 tsk salt
140 g hveiti
120 g smjör
80 ml rjómi
2 hvítlauksrif, pressuð
5-6 blöð af ferskri salvíu
1 tsk sjávarsalt
parmesanostur
Hér er á ferðinni skemmtileg útgáfa að hinum vinsæla rétti gnocchi þar sem við notum sætar kartöflur í stað hinna hefðbundu. Klikkar ekki.

Leiðbeiningar

1.Stingið í kartöfluna á nokkrum stöðum með gaffli. Setjið í 200°c heitan ofn í um klukkustund eða þar til hún er orðin mjúk.
2.Skafið innanúr kartöflunni og setjið í skál. Bætið ricotta, parmesanosti og salti út í og stappið saman. Bætið hveitinu smátt og smátt saman og hnoðið. Hættið þegar blandað er hætt að vera klístruð.
3.Gerið smá hleif úr deiginu og skerið í sneiðar. Rúllið út og skerið síðan.
4.Setjið bitana í soðið vatn. Þegar þeir fara að fljóta upp á yfirborðið þá eru þeir tilbúnir. Takið úr vatninu. Hér er hægt að stoppa og láta í kæli eða frysti og steikja síðar.
5.Setjið smjörið á pönnu og hitið við meðalhita. Steikið nú gnocchi á pönnunni (smá hluta í einu).
6.Þegar þið hafið steikt alla bitana setjið þá á pönnuna og bætið salvíu, hvítlauk og salti og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar.
7.Takið af hitanum og látið kólna lítillega. Bætið þá rjómanum og parmesanosti saman við.
8.Smakkið til með salti, pipar og jafnvel smá sítrónusafa og berið fram strax.

Uppskriftin er aðlöguð eftir uppskrift af vefsíðunni Pinchofyum

Borið fram með Sparkling Tea frá Tefélaginu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.