
Uppskrift unnin að fyrirmynd Sigga Hall

| 1,5 kg saltkjöt frá Kjarnafæði | |
| 3 lárviðarlauf | |
| 1 tsk svört piparkorn | |
| 1 laukur, skorinn í tvennt | |
| Súpan: | |
| 500 g gular hálfbaunir, látnar liggja í bleyti yfir nótt | |
| 300 g gulrætur, skornar í bita | |
| 1 blaðlaukur, skorinn í sneiðar | |
| 1 laukur, saxaður | |
| 200 g beikon, skorið í bita | |
| 3 lárviðarlauf | |
| 1 msk piparkorn | |
| 1 msk timian | |
| 1-2 rófur | |
| 3-4 kartöflur |
| 1. | Setjið saltkjötið í stóran pott og látið vatn fljóta vel yfir. Hitið að suðu og takið frá alla froðu sem myndast. |
| 2. | Þegar suðan er komin upp lækkið þið hitann og bætið lárviðarlaufum, lauk og piparkornum saman við. |
| 3. | Látið kjötið malla í 2 klst við vægan hita. |
| 4. | Súpa: |
| 5. | Látið baunirnar liggja í bleyti yfir nótt. Skolið vatnið frá og látið baunirnar í stóran pott. Hellið köldu vatni yfir og látið magnið vera tvöfalt á við baunirnar. Hitið við vægan hita og takið alla froðu sem kemur á yfirborðið. Látið malla í klukkustund eða þar til baunirnar eru farnar að maukast |
| 6. | Bætið beikoni, gulrótum, lauk, lárviðarlauf, timian og pipar saman við. |
| 7. | Ausið soði frá saltkjötinu saman við súpuna og smakkið til. |
| 8. | Látið malla í tæpa klukkustund eða þar til grænmetið er farið að mýkjast. |
| 9. | Afhýðið kartöflur og rófur og sjóðið í sér potti. |
| 10. | Berið kjötið fram með súpunni eða skerið í bita og bætið saman við. |
| 11. | Bætið einnig rófum og kartöflum út í súpuna. |

Uppskrift unnin að fyrirmynd Sigga Hall
Leave a Reply