Innihaldslýsing

1,5 kg saltkjöt frá Kjarnafæði
3 lárviðarlauf
1 tsk svört piparkorn
1 laukur, skorinn í tvennt
Súpan:
500 g gular hálfbaunir, látnar liggja í bleyti yfir nótt
300 g gulrætur, skornar í bita
1 blaðlaukur, skorinn í sneiðar
1 laukur, saxaður
200 g beikon, skorið í bita
3 lárviðarlauf
1 msk piparkorn
1 msk timian
1-2 rófur
3-4 kartöflur
Fyrir 4-6 manns

Leiðbeiningar

1.Setjið saltkjötið í stóran pott og látið vatn fljóta vel yfir. Hitið að suðu og takið frá alla froðu sem myndast.
2.Þegar suðan er komin upp lækkið þið hitann og bætið lárviðarlaufum, lauk og piparkornum saman við.
3.Látið kjötið malla í 2 klst við vægan hita.
4.Súpa:
5.Látið baunirnar liggja í bleyti yfir nótt. Skolið vatnið frá og látið baunirnar í stóran pott. Hellið köldu vatni yfir og látið magnið vera tvöfalt á við baunirnar. Hitið við vægan hita og takið alla froðu sem kemur á yfirborðið. Látið malla í klukkustund eða þar til baunirnar eru farnar að maukast
6.Bætið beikoni, gulrótum, lauk, lárviðarlauf, timian og pipar saman við.
7.Ausið soði frá saltkjötinu saman við súpuna og smakkið til.
8.Látið malla í tæpa klukkustund eða þar til grænmetið er farið að mýkjast.
9.Afhýðið kartöflur og rófur og sjóðið í sér potti.
10.Berið kjötið fram með súpunni eða skerið í bita og bætið saman við.
11.Bætið einnig rófum og kartöflum út í súpuna.
Færslan er unnin í samstarfi við Kjarnafæði Norðlenska

 

Uppskrift unnin að fyrirmynd Sigga Hall

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.