

| 40 g OTA haframjöl | |
| 160 ml soðið vatn | |
| 85 g hveiti | |
| 1/2 tsk múskat | |
| 1/2 tsk matarsódi | |
| 1/2 tsk lyftiduft | |
| 1/4 tsk salt | |
| 60 g mjúkt smjör | |
| 100 g sykur (ég notaði hrásykur) | |
| 1 stórt egg | |
| 80 ml hlynsíróp | |
| 1/2 tsk vanilludropar | |
| Kókos- og pekanhnetukaramella: | |
| 80 ml hlynsíróp | |
| 60 g mjúkt smjör | |
| 1 dl kókosmjöl | |
| 1 dl pekanhnetur, ristaðar og saxaðar | |
| 1/2 tsk vanilludropar | |
| 2 msk sýrður rjómi |
Þessi kaka sem er upprunarlega af Food52 þaut strax á topplistann enda einföld og ólýsanlega góð!
| 1. | Setjið OTA haframjölið í skál og hellið heitu vatni yfir. Hrærið lítillega saman og látið standa. |
| 2. | Blandið þurrefnum saman í skál. |
| 3. | Hrærið smjör og sykur vel saman eða þar til blandan er orðin létt og ljós. |
| 4. | Bætið eggi saman við og hrærið vel. |
| 5. | Bætið hlynsírópi og vanillu saman við. |
| 6. | Látið helming af þurrefnum saman við og hrærið varlega. |
| 7. | Bætið haframjölsblöndunni saman við og síðan afganginn af þurrefnum. Hrærið saman í 30 sek. |
| 8. | Smyrjið form og látið deigið þar í. Bakið í 180°c heitum ofni í um 30 mínútur. |
| 9. | Karamella: Látið smjör og hlynsíróp í pott og hitið rólega. Leyfið að búbbla í um 2 mínútur. Takið af hitanum og setjið sýrðan rjóma og vanilludropa saman við. |
| 10. | Bætið pekanhnetum og kókosmjöli saman við. |
| 11. | Takið kökuna úr ofni og hellið karamellunni yfir. |

Leave a Reply