Hér fáið þið uppskrift af skinkusalati sem er ekkert venjulegt skinkusalat. Þetta er drottning skinkusalatsins – sigurvegarinn – meistarinn. Eins og svo oft áður er þessi uppskrift ofureinföld í gerð. Því er ekki eftir neinu að bíða. BAMM!
300 ml majónes, t.d. frá E. Finnsson | |
1 dós 5% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka | |
60 ml Mango Chutney | |
2 tsk Tandoori krydd | |
1 pakki skinka, skorin í bita | |
1 dós grænn aspas (má sleppa) | |
8 stk harðsoðin egg | |
10-15 vínber, skorin |
Skinkusalat með mango chutney og vínberjum
1. | Hrærið majones, sýrðum rjóma og mangó chutney saman. |
2. | Bætið öllum hinum hráefnunum varlega saman við. Kælið. |
3. | Berið fram með brauði eða góðu hrökkexi. |
Leave a Reply