250 g púðursykur | |
100 g sykur | |
115 g smjör, mjúkt | |
3 stór egg | |
1 tsk vanilludropar | |
250 g hnetusmjör, mjúkt | |
2 tsk matarsódi | |
400 g OTA haframjöl | |
50 g súkkulaði, saxað | |
100 g lítil súkkulaði egg, söxuð |
Uppskriftin er frekar stór en hún gerir um 50 stk.
1. | Hrærið smjöri, sykri og púðursykri saman þar til blandan er orðin létt og ljós. |
2. | Bætið eggjum og vanilludropum saman og hrærið áfram. |
3. | Látið þá hnetusmjör, matarsóda og salt saman við. |
4. | Þegar allt hefur blandast vel bætið þá haframjöli, súkkulaði og söxuðum súkkulaðieggjum saman við deigið og blandið saman með sleif. |
5. | Látið á bökunarplötu með msk og látið söxuð súkkulaðiegg og saxað súkkulaði á toppinn og þrýstið aðeins niður. |
6. | Bakið við 170°c hita í 10-15 mínútur. |
Leave a Reply