Færslan er unnin í samstarfi við Innnes að fyrirmynd Fredrikke Wærens
Sörur í ofnskúffu með Dumle karamellu
Marsipanbotn
500 g marsipan
2 eggjahvítur
100 g sykur
Rífið marsipanið gróflega niður og setjið í skál ásamt eggjahvítum og sykri. Hrærið þar til blandan hefur blandast vel saman. Látið í 25x30 cm bökunarform með bökunarpappír og látið marsipanið þar í. Bakið í 175°c heitum ofni í 12-15 mínútur eða þar til blandan hefur fengið gylltan lit. Takið úr ofninum og kælið.
Smjörkrem
300 g smjör, mjúkt
200 g flórsykur
5 msk Cadbury kakó
250 g rjómasúkkulaði, brætt og kælt lítillega
1 dl rjómi
Hrærið smjör, flórsykur og kakó saman þar til blanda er orðin létt og loftkennd. Bætið brædda (og kælda) súkkulaðinu varlega saman við ásamt rjómanum og hrærið áfram. Látið smmjörið yfir kældan marsipanbotninn og látið í kæli.
Annað
250 g dökkt súkkulaði
1 msk kókosolía
1 poki Dumle karamellur
Brærið súkkulaði og kókosolíu yfir vatnsbaði og bætið smátt skornu Dumle saman við í lokin. Hellið yfir kökuna og látið í frysti í 30 mínútur. Takið úr og skerið í bita.
Færslan er unnin í samstarfi við Innnes að fyrirmynd Fredrikke Wærens
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply