Innihaldslýsing

1 rauðlaukur
1/2 græn paprika
1/2 rauð paprika
4 kjúklingabringur - ca 800g
1 bréf fajitas krydd
2 dl vatn
200g salsa sósa
150g rjómaostur
1/2 hvítlauksostur frá Örnu, rifinn
2 dl rjómi frá Örnu
1 poki mozzarella hreinn frá Örnu
2 pokar hrísgrjón, soðin (fæst í flestum verslunum, nokkrir pokar saman í kassa.
1 msk olía
Salt og pipar eftir smekk
Mexíkóskir réttir eru alltaf vinsælir á mínu heimili. Það skiptir í raun engu máli í hvaða útgáfu, þetta rennur allt jafn ljúflega niður. Þessi kjúklingaréttur hefur fest sig í sessi á heimilinu sem svona föstudags/helgar gúmmelaði réttur. Hann er líka alveg ekta réttur til að bera fram í óformlegu matarboði, í saumaklúbbnum eða jafnvel í...

Leiðbeiningar

1.Setjið 2 poka af hrísgrjónum í pott með vatni og sjóðið þar til grjónin eru tilbúin. Setjið til hliðar.
2.Saxið rauðlaukinn og paprikuna frekar smátt. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita.
3.Setjið olíu á pönnu og steikið laukinn og paprikuna þar til það er orðið mjúkt. Takið af pönnunni og steikið kjúklinginn þar til hann er brúnaður á öllum hliðum. Setjið laukinn og paprikuna saman við kjúklinginn. Kryddið með fajitas kryddinu og hellið vatninu út á pönnuna. Setjið salsa, rjómaost, hvítlauksost og rjóma út á pönnuna og hitið þar til sósan er samlöguð kjúklingnum.
4.Takið fram stórt eldfast mót og setjið hrísgrjónin í botninn. Dreifið úr þeim og hellið svo kjúklingnum yfir hrísgrjónin. Stráið mozzarella ostinum yfir kjúklingnum. Bakið í ofni við 200°C þar til osturinn er gylltur eða í um 20 mín.
5.Berið fram með fersku grænmeti og nachos flögum. Stundum er alveg nóg að hafa bara ferska tómata en blandað blaðsalat er líka mjög gott með.

Mexíkóskir réttir eru alltaf vinsælir á mínu heimili. Það skiptir í raun engu máli í hvaða útgáfu, þetta rennur allt jafn ljúflega niður. Þessi kjúklingaréttur hefur fest sig í sessi á heimilinu sem svona föstudags/helgar gúmmelaði réttur. Hann er líka alveg ekta réttur til að bera fram í óformlegu matarboði, í saumaklúbbnum eða jafnvel í afmælum.

Bragðmikil fajitassósan passar vel með kjúklingnum og fullkomið að dýfa nachos flögum í sósuna. Ostar og rjómi gera allt betra og það á sannarlega við hérna. Þetta er frekar stór uppskrift og það þjóðráð að frysta afgangana ef einhverjir verða.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.