Innihaldslýsing

2/3 bolli rúsínur, ég notaði lífrænar frá Rapunzel
1/2 bolli mjúkt vegan smjör eða smjörlíki
2 tsk vanilludropar
1 flax egg (1 msk möluð hörfræ og 3 msk vatn blandað saman og látið bíða í 5 mín)
1/2 bolli rapadura hrásykur, Rapunzel
1/3 bolli cristallino hrásykur, Rapunzel
1 bolli hveiti
1 og 1/2 bolli grófir hafrar, Rapunzel
1 tsk kanill
1/2 tsk himalaya salt
1 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
Þessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 175°C blástur
2.Setjið rúsínurnar í lítinn pott og setjið vatn yfir bara rétt svo að það fljóti yfir. Setjið pottinn á hellu og hitið saman þar til vatnið fer að sjóða. Slökkvið þá undir pottinum og látið bíða.
3.Útbúið flax egg og setjið til hliðar. Setjið vegan smjörið í skál og þeytið vel. Setjið sykurinn út í smjörið og þeytið vel þar til blandan fer að lýsast. Bætið flax eggi og vanilludropum saman við og þeytið áfram vel.
4.Blandið saman þurrefnum í skál og hrærið í með gaffli. Setjið saman við smjör/sykurblönduna og blandið saman með sleikju.
5.Hellið rúsínunum í sigti og látið vatnið renna vel af. Setijð þær svo á eldhúspappír og þerrið að mestu. Setjið þær út í deigið og blandið varlega saman við deigið.
6.Takið 2 bökunarplötur og klæðið með bökunarpappír. Útbúið kúlur með 2 matskeiðum. Ca. 8 kökur á hverja plötu en það má vel hafa þær minni ef vill.
7.Ef þið hafið þær stórar, bakið þær þá í ca. 14-16 mín eftir smekk. Mínar voru í 14 mín og voru ljósari og mýkri í miðjunni. Fylgist bara vel með og takið þær út þegar ykkur finnst þær vera orðnar eins og þið viljið. Takið út og kælið fyrst á plötunni í 10 mín og færið svo á grind til að kæla alveg. Þær stífna þegar þær kólna.
8.Til að fullkomna upplifunina mæli ég með því að njóta þeirra með glasi af ískaldri Oatly haframjólk.

Þessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af Oatly haframjólk!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.