Innihaldslýsing

500 g ferskt pasta, t.d. frá RANA
2 msk ólífuolía
4 hvítlauksrif
3 msk kapers
safi og fínrifinn börkur af 1/2 sítrónu
1 dl hvítvín
fersk steinselja, söxuð
Þessi færsla er unnin í samstarfi við RANA.

Leiðbeiningar

1.Byrjið á að gera ostaraspið. Setjið stökkar brauðsneiðarnar í matvinnsluvél.
2.Setjið brauðmylsnurnar á bökunarpappír og bætið parmesanosti saman við. Dreypið olíu yfir allt og blandið vel saman.
3.Eldið í 180°c heitum ofni í 10 mínútur og hrærið í blöndunni á eldunartímanum svo hún brenni ekki.
4.Sjóðið pastað skv leiðbeiningu á pakkningu nema takið það úr pottinum 1 mínútu fyrr.
5.Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk.
6.Bætið capers, sítrónuberki, sítrónusafa og hvítvíni. Látið malla í smá stund.
7.Bætið pasta saman við og leyfið að malla í blöndunni þar til það er fulleldað.
8.Setjið í skál og myljið parmesanostaraspið yfir.
9.Berið fram með ferskri steinselju.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við RANA.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.