Innihaldslýsing

lambakóróna (1.2 kg eða 20 rifjur)
15-20 blöð fersk basilíka
2 bollar parmesan, rifinn
1 bolli brauðrasp
2 msk ólífuolía
nýmalaður svartur pipar
sjávarsalt
150 g smjör
½ pakki tímían, ferskt
heill hvítlaukur
4 msk dijonsinnep
Fyrir 4-6

Leiðbeiningar

1.Basil, permasan, brauðrasp, svartur pipar, salti og olíu blandað vel saman í mixer. Áferðin á að vera eins og raspið sjálft. Ef of klístrað bætið við raspi. Setjið til hliðar.
2.Takið kórónuna og setjiði grunnar rákir í fituna. Saltið og piprið vel rétt áður en steikingin hefst.
3.Skvettið ólifuolíu á heita pönnu og rétt brúnið kjötið á öllum hliðum. Skerið toppinn af heilum hvítlauk og bætið á pönnuna ásamt smjöri og tímían. Ausið kjötið með heitu smjöri í um 2 mín, snúið á puruna og setjið í ofninn á 200° í 4 mínutur.
4.Takið kjötið út og penslið með Dijon sinnepi vel á meðan kjötið er heitt. Veltið uppúr raspinu, hristið af lausa raspið, setjið kjöthitamælir í kjarnann og aftur inni ofn þar til kjarnhitin nær ykkar uppáhalds kjarnhitastigi.
5.Takið kjötið úr ofninum nokkrum gráðum áður og leyfið því að hvíla - nauðsynlegt.

Matarmenn flottir!

Íslenska lamabakjötið er virkilega það besta í heimi og við Íslendingar getum verið stoltir af því. Það er ótrulega meyrt og bragðið er milt.  Hreinlega matvæli sem maður verður að bera virðingu fyrir. Partur sem við ætlum að nota er kallaður Kóróna og má einnig kalla Rolls Royce lambsins. Hvað er svona sérstakt við þennan part spyrðu? Lamba kóróna er gamla góða fille-ið nema á beini. Trúið okkur þegar við segjum það en kjöt á beini er alltaf betra. Það sem beinin gera er að þau hjálpa kjötinu að varðveita safan betur og hæga eldunartíman.

Í þessari uppskrift ætlum við að blanda saman ferskum ilmandi basil laufum, parmesan, lambakórónu ásamt mörgum öðrum hráefnum í eina stórkostlega upplifun, að sjálfsögðu má vel leika sér með hráefnin sem fara úti raspið. Með því ætlum við að hafa smjörsteikar rauðar kartöflur með hvítlauk og fersku rósmarín. Fullkomnum svo diskinn með bragðmikillri rauðvínssósu með innblæstri frá Ramsey.

Gott er að hafa í huga: medium-rear 50°-54°, medium 54°-58°, well-done 58°-70°. Reglan er að eftir að kjötið er tekið úr ofninum heldur kjarnhitinn áfram að hækka í um 4% af hitastigi ofnsins. T.d. ef ofninn er í 200° þegar kjötið er tekið út má gera ráð fyrir að kjarnhitin muni hækka um 8°.

MIKILVÆGT: gefið kjötinu tækifæri til að hvíla. Þumalputta reglan sem sumir kokkar fara eftir er 1mínúta hvíld fyrir hver 100gr af kjöti, en þó aldrei minna en 3 mínútur. Færið það af hitanum á skruðabretti eða disk og breiðið léttilega yfir með álpappir. Ekki loka alveg og alls ekki þrýsta á kjötið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.