Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki
Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Innihaldslýsing

1 rauðlaukur, smátt skorinn
2-3 hvítlauksrif, smátt skorin
2-3 msk ólífuolía
1/2 haus hvítkál, skorinn í strimla
5 dl soðin hrísgrjón
1 pakki tígrisrækjur frá Sælkerafiski
1 dl tómatpúrra
1-2 tsk chilímauk, t.d. chili past frá Blue dragon
2 egg
salt og pipar
Fyrir 3-4

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á wok pönnu og steikið lauk og hvítlauk í um 1 mínútu og hrærið stöðugt á meðan.
2.Bætið hvítkáli saman við og steikið áfram.
3.Setjið rækjur, tómatpúrru og chilímauk saman við og steikið. Smakkið og bætið við chilímauki ef þið viljið hafa þetta bragðmeira.
4.Léttþeytið 2 egg og hellið út á pönnuna. Hrærið öllu saman þar til eggin eru næstum fullelduð.
5.Bætið hrísgrjónum saman við og hitið. Saltið og piprið.
6.Stráið kóríander og chilí yfir allt og berið fram með límónubátum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sælkerafisk.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.