
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sælkerafisk.
| 1 rauðlaukur, smátt skorinn | |
| 2-3 hvítlauksrif, smátt skorin | |
| 2-3 msk ólífuolía | |
| 1/2 haus hvítkál, skorinn í strimla | |
| 5 dl soðin hrísgrjón | |
| 1 pakki tígrisrækjur frá Sælkerafiski | |
| 1 dl tómatpúrra | |
| 1-2 tsk chilímauk, t.d. chili past frá Blue dragon | |
| 2 egg | |
| salt og pipar |
| 1. | Hitið olíu á wok pönnu og steikið lauk og hvítlauk í um 1 mínútu og hrærið stöðugt á meðan. |
| 2. | Bætið hvítkáli saman við og steikið áfram. |
| 3. | Setjið rækjur, tómatpúrru og chilímauk saman við og steikið. Smakkið og bætið við chilímauki ef þið viljið hafa þetta bragðmeira. |
| 4. | Léttþeytið 2 egg og hellið út á pönnuna. Hrærið öllu saman þar til eggin eru næstum fullelduð. |
| 5. | Bætið hrísgrjónum saman við og hitið. Saltið og piprið. |
| 6. | Stráið kóríander og chilí yfir allt og berið fram með límónubátum. |

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sælkerafisk.
Leave a Reply