Innihaldslýsing

1 skammtur vegan pizzadeig
1 dós saxaðir tómatar í dós frá Rapunzel
Sjávarsalt og svartur pipar
Vegan deli álegg (ég notaði bell pepper)
Vegan deli ostsneiðar (ég notaði dulce og intense)
Græn paprika
Rauðlaukur
Svartar ólífur
Klettasalat
Annað grænmeti eftir smekk
Það elska lang flestir góðar pítsur og það sem gerir þær að mínu mati góðar er osturinn númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur hingað til verið frekar erfitt að finna almennilegan vegan ost sem bráðnar vel og bragðast sömuleiðis vel. Vegan Deli ostarnir eru snilld á pítsurnar og bráðna vel. Um daginn setti ég...

Leiðbeiningar

1.Setjið grillið í ofninum í gang og stillið á 200°C.
2.Raðið álegginu á bökunarplötu og grillið í nokkrar mínútur, fer eftir ofnum hversu lengi en fylgist bara vel með.
3.Takið áleggið út og stillið ofninn á blástur og undirhita. Best að hita ofninn eins hátt og hann kemst, ég fer alveg í 260°C.
4.Fletjið út pizzadeigið og smyrjið söxuðu tómötunum yfir. Saltið og piprið.
5.Setjið síðan ost í 1/4 úr sneið yfir allt og bakið þar til osturinn og pizza kanturinn er orðinn gylltur.
6.Raðið því næst álegginu yfir ostinn
7.Stráið klettasalati yfir og ólífuolíu ef vill.

Það elska lang flestir góðar pítsur og það sem gerir þær að mínu mati góðar er osturinn númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur hingað til verið frekar erfitt að finna almennilegan vegan ost sem bráðnar vel og bragðast sömuleiðis vel.

Vegan Deli ostarnir eru snilld á pítsurnar og bráðna vel. Um daginn setti ég þá ásamt álegginu í grillaða samloku og það kom svo vel út að ég varð að prófa að setja þá á pítsu. Vá! Ég mæli svo mikið með þeim, bragðið er rétt og bráðna vel.

Ég prófaði einnig að grilla áleggið áður en ég setti það á pítsuna og það kom líka sérlega vel út, ég fékk nefnilega ábendingu um að áleggið bráðnaði með ostinum en með því að grilla það fyrst gerðist það ekki.

Fullkomin pítsa á örskammri stundu!

 

 

 

 

 

Uppskrift og myndir unnar af Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel og Vegan Deli á Íslandi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.