Innihaldslýsing

120 g smjör, við stofuhita
100 g sykur
100 g púðursykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
1/4 tsk salt
80 g OTA haframjöl
50 g kókosmjöl
100 g hveiti
1/2 tsk matarsódi
Þessar smákökur elska börnin mín að gera því þær eru ofureinfaldar í gerð og ó-svo- bragðgóðar!

Leiðbeiningar

1.Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman.
2.Bætið eggi, vanilludropum og salti saman við og hrærið áfram þar til blandan er orðin létt og ljós.
3.Bætið haframjöli, kókos, hveiti og matarsóda saman við og hrærið á lægstu stillingu þar til allt hefur rétt blandast saman.
4.Látið deigið á með teskeið á ofnplötu með smjörpappír.
5.Bakið við 170°c heitan ofn í 8-10 mínútur eða þar til þær eru farnar að brúnast lítillega.
Færslan er unnin í samstarfi við OTA SOLGRYN

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.