Innihaldslýsing

700 g lambakjöt
2 tsk hveiti
1 1/2 msk cumin (ath ekki kúmen)
90 ml dökk sojasósa, t.d. frá Blue dragon
60 ml hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon
1 msk sykur
2 eggaldin, skorin í bita
salt og pipar
60 ml grænmetisolía
2 cm ferskt engifer, skorið í þunna strimla
3 rauð chillí, fræhreinsuð og smátt söxuð
1 búnt vorlaukar, skornir smátt
1/2 búnt ferskt kóríander, saxað
Fyrir 3-4 manns

Leiðbeiningar

1.Skerið lambakjötið í bita og þerrið. Setjið í skál og bætið hveiti, 1 msk af cumin, helming af sojasósunni, helming af hrísgrjónaedikinu og sykri. Blandið vel saman og marinerið í amk 30 mínútur.
2.Skerið eggaldin niður í bita og setjið í skál ásamt afganginum af cuminkryddinu og salti.
3.Hellið helming af olíu á pönnu og hitið vel. Steikið eggaldin í um 5 mínútur við háan hita og hrærið af og til í blöndunni eða þar til eggaldinið er farið að brúnast.
4.Bætið engifer og 1 msk af sojasósu saman við og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar.
5.Takið af pönnunni og þerrið. Geymið.
6.Hitið pönnuna og bætið þá afganginum af olíunni þar á.
7.Steikið kjötið í þremur hlutum á pönnunni. Í um 2 mínútur á hvorri hlið. Endurtakið með afganginn af kjötinu.
8.Þerrið kjötið og hellið um helming af olíunni af pönnunni.
9.Setjið allt kjötið aftur á heita pönnuna ásamt eggaldin, sojasósu, ediki, chilí, vorlauk og kóríander og veltið saman í nokkrar mínútur. Setjið á disk og berið fram.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.