Innihaldslýsing

1/2 banani
20 g haframjöl
1 egg
1/2 msk kanill
Uppskriftin gerir 4 pönnukökur sem er fínn skammtur fyrir einn.

Leiðbeiningar

1.Ég hendi þessu öllu í Nutribullet og blanda í 10 sek.
2.Ef maður á ekki blandara er lítið mál að gera í skál.Bananinn er þá stappaður sér og svo öllu blandað saman með gaffli.
3.Deiginu er hellt á heita pönnu með smá olíu eða PAM spreyi í 4 mátulega stóra hringi. Eftir sirka 2 mínútur ætti að vera hægt að snúa þeim við og steikja á hinni hliðinni. Þegar þessu er lokið eru þær tilbúnar til þess að njóta.

Þessar bráðhollu pönnukökur eru í uppáhaldi og nánast gerðar á hverjum degi á mínu heimili. Þær eru tilvaldar sem morgunmatur, hádegismatur eða með kaffinu og hægt að toppa þær með öllu mögulegu. Einfaldast (& eigilega best) er smjör og ostur, en svo er líka guðdómlegt að setja hnetusmjör & epli eða jarðaber.

Íris Blöndahl

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.