Þessi kaka er virkilega bragðgóð, falleg og djúsí. Minnir pínu á gulrótarköku en samt ekki…
360g hveiti, ég nota Kornax rautt | |
1 tsk kanill | |
1/4 tsk múskat | |
1 1/4 tsk himalayasalt | |
1 tsk matarsódi | |
3 egg, hrærð | |
300g sykur | |
330 ml jurtaolía | |
60 ml súrmjólk | |
2 tsk vanilludropar, helst extract | |
4 vel þroskaðir bananar, stappaðir | |
230g kurlaður ananas | |
250g pekanhnetur, magni skipt í tvennt | |
... | |
Rjómaostakrem: | |
230g mjúkt smjör | |
225g rjómaostur við stofuhita | |
1/4 tsk himalayasalt | |
750g flórsykur | |
2 tsk vanilludropar, helst extract |
Þessi kaka er virkilega bragðgóð, falleg og djúsí. Minnir pínu á gulrótarköku en samt ekki…
1. | Hitið ofninn í 175°C. |
2. | Setjið pekanhneturnar á ofnplötu og ristið í ofninum í 10 mín. Takið út og kælið á meðan restin er gerð. |
3. | Smyrjið 3 20-22cm form |
4. | Sigtið og blandið saman hveiti, kanil, salt, múskat og matarsóda stóra skál. Ég mæli ekki með því að nota hrærivélina í þessa köku. Hrærið út í með sleif, hrærðum eggjum, sykri, olíu, súrmjólk og vanilludropum þar til deigið er rétt svo samlagað. |
5. | Saxið 125g af hnetunum. |
6. | Setjið stappaða banana, ananaskurlið og 125g af pekanhnetunum út í deigið og hrærið varlega saman. |
7. | Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í 25 mín. Kælið kökurnar í 10 mín áður en þið takið þær úr formunum og setjið á grind til að kæla alveg |
8. | ... |
9. | Rjómaostakremið: |
10. | Þeytið saman smjör, rjómaost og salt, bætið við flórsykri og vanilludropum. Þeytið vel og lengi þar til það er orðið hvítt og flöffí. Uppskriftin af kreminu er stór og nægir vel til þess að setja krem á milli botnanna og hylja kökuna alveg. Einnig er hægt að helminga uppskriftina af kreminu og setja bara á milli botnanna og ofan á. Passið bara að botnarnir séu orðnir vel kaldir áður en kremið er sett á, annars gæti það lekið út um allt. |
11. | Skreytið með restinni af hnetunum, gott að saxa aðeins í þær. |
Leave a Reply