Innihaldslýsing

50 g smjör, brætt
160 g súkkulaði
2 egg
1 dl sykur
1,5 dl hveiti
2,25 dl möndlumjöl
1/2 tsk lyftiduft
klípa salt
1 poki Dumle karamellur
2 msk sykur
1 dl flórsykur
Í þessa uppskrift notaði ég hátíðarútgáfuna af Dumle sem er með myntusúkkulaði og gerir smákökurnar enn hátíðlegri. Þið getið að sjálfsögðu notað hinar klassísku Dumle karamellur.

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti við vægan hita. Kælið.
2.Hrærið egg og sykur vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Hellið súkkulaðiblöndunni rólega saman við.
3.Hrærið hveiti, möndumjöli, lyftidufti og salti í stutta stund eða þar til allt hefur rétt blandast saman.
4.Látið í kæli í 2 klst.
5.Skiptið deiginu niður í 20 bita. Látið Dumle karamellu í hver bita, hyljið með deigi og mótið í kúlu.
6.Veltið hverri kúlu fyrst upp úr sykri og síðan flórsykri.
7.Bakið í 170°c heitum ofni í 12-15 mínútur.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.