

| 50 g smjör, brætt | |
| 160 g súkkulaði | |
| 2 egg | |
| 1 dl sykur | |
| 1,5 dl hveiti | |
| 2,25 dl möndlumjöl | |
| 1/2 tsk lyftiduft | |
| klípa salt | |
| 1 poki Dumle karamellur | |
| 2 msk sykur | |
| 1 dl flórsykur |
Í þessa uppskrift notaði ég hátíðarútgáfuna af Dumle sem er með myntusúkkulaði og gerir smákökurnar enn hátíðlegri. Þið getið að sjálfsögðu notað hinar klassísku Dumle karamellur.
| 1. | Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti við vægan hita. Kælið. |
| 2. | Hrærið egg og sykur vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Hellið súkkulaðiblöndunni rólega saman við. |
| 3. | Hrærið hveiti, möndumjöli, lyftidufti og salti í stutta stund eða þar til allt hefur rétt blandast saman. |
| 4. | Látið í kæli í 2 klst. |
| 5. | Skiptið deiginu niður í 20 bita. Látið Dumle karamellu í hver bita, hyljið með deigi og mótið í kúlu. |
| 6. | Veltið hverri kúlu fyrst upp úr sykri og síðan flórsykri. |
| 7. | Bakið í 170°c heitum ofni í 12-15 mínútur. |

Leave a Reply