Innihaldslýsing

1 Bolli Möndlur frá Himnesk Hollusta
4 Bollar Vatn
3 Döðlur frá Himnesk Hollusta
1 tsk Kakó
1/2 tsk Vanilludropar
                    Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu en þær vörur fást í öllum helstu Krónu verslunum, Nettó, Fjarðarkaup og fleiri stöðum. Döðlurnar frá þeim eru mjúkar, ólíkt mörgum öðrum döðlum og þær því frábærar þegar maður vill hafa þær í eins litlum bitum eins og mögulegt er...

Leiðbeiningar

1.Setið möndlur í skál og hellið vatni yfir og geymið yfir nótt
2.Hellið vatninu af möndlunum og setjið þær í blender ástam 4 bollum af nýju vatni
3.Blandið í 2 mín í blender
4.Bætið döðlunum, vanilludropum & kakó útí
5.Blandið í 2 mín til viðbótar
6.Hægt er að sigta möndluhratið frá með sigti en mér finnst gott að hafa það með og vel því að sigta það ekki frá

                   

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu en þær vörur fást í öllum helstu Krónu verslunum, Nettó, Fjarðarkaup og fleiri stöðum. Döðlurnar frá þeim eru mjúkar, ólíkt mörgum öðrum döðlum og þær því frábærar þegar maður vill hafa þær í eins litlum bitum eins og mögulegt er eða maukaðar. Best er að geyma mjólkina í gleríláti eins og flöskum og inní ísskáp.

Ég nota hana á allt mögulegt en uppáhalds er:

Að sjóða hafra uppúr henni og gera þannig creamy hafragraut
Út á chia fræ til að útbúa chia graut
Út á gríska jógúrt
Út á múslí
Út í kaffi
Í boozt
Drekka eintóma

– Íris Blöndahl

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.