250 g smjör við stofuhita | |
100 g púðursykur | |
2 stór egg eða 3 miðlungs | |
2 tsk vanilludropar | |
1/2 tsk salt | |
1 tsk matarsódi | |
1 tsk lyftiduft | |
200 g hveiti | |
160 g OTA haframjöl | |
150 g suðusúkkulaði, saxað | |
150 g rjómasúkkulaði, saxað |
Fyrir 6 manns
1. | Hrærið saman mjúkt smjörið og sykur þar til allt hefur blandast vel saman. |
2. | Bætið eggjum saman við eitt í einu og hrærið áfram. |
3. | Bætið vanilludropum saman við. |
4. | Setjið öll hráefnin saman við að frátöldu helming af súkkulaðinu sem þið takið til hliðar. Hrærið þar til allt hefur rétt blandast saman. |
5. | Smyrjið 20x30 cm form og látið helming af deiginu þar í. |
6. | Stráið þá afganginum af súkkulaðinu yfir og látið þá afganginn af deiginu. |
7. | Látið í 180°c heitan ofn í 25-30 mínútur. |
8. | Takið úr ofni og leyfið að kólna áður en kakan er skorin. |
Leave a Reply