Innihaldslýsing

250 g smjör við stofuhita
100 g púðursykur
2 stór egg eða 3 miðlungs
2 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
200 g hveiti
160 g OTA haframjöl
150 g suðusúkkulaði, saxað
150 g rjómasúkkulaði, saxað
Fyrir 6 manns

Leiðbeiningar

1.Hrærið saman mjúkt smjörið og sykur þar til allt hefur blandast vel saman.
2.Bætið eggjum saman við eitt í einu og hrærið áfram.
3.Bætið vanilludropum saman við.
4.Setjið öll hráefnin saman við að frátöldu helming af súkkulaðinu sem þið takið til hliðar. Hrærið þar til allt hefur rétt blandast saman.
5.Smyrjið 20x30 cm form og látið helming af deiginu þar í.
6.Stráið þá afganginum af súkkulaðinu yfir og látið þá afganginn af deiginu.
7.Látið í 180°c heitan ofn í 25-30 mínútur.
8.Takið úr ofni og leyfið að kólna áður en kakan er skorin.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við OTA

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.