

| 4 msk Cadbury kakó | |
| 4 msk hlynsíróp | |
| 1 msk vanilludropar | |
| 1 dós (400 ml) Blue dragon kókosmjólk | |
| 50 g chia fræ | |
| vatn eftir þörfum |
Fyrir 2
| 1. | Sigtið kakóið og látið í skál ásamt hlynsírópi. Hrærið vel saman. |
| 2. | Bætið kókosmjólk, vanilludropum og chiafræjum saman við og blandið vel saman. |
| 3. | Látið standa í 5 mínútur og hrærið þá í chia grautnum. Setjið í ísskáp í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. |
| 4. | Berið fram með ávöxtum, fræjum, hnetum, kókosflögum eða því sem hugurinn girnist. |
| 5. | Grauturinn á að vera þunnur þegar hann fer inn í ísskáp. Ef hann er það ekki er gott að bæta við vatni/kókosmjólk eftir þörfum. |

Leave a Reply