Sumarsalat með beikonkjúklingi, bláberjum, fetaosti og balsamikdressingu
Sumarsalat með beikonkjúklingi, bláberjum, fetaosti og balsamikdressingu

Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
12 sneiðar beikon
2-3 avacado
bláber eða jarðaber
1 poki veislusalat eða klettasalat
50 g ristaðar furuhnetur
fetaostur
salt og pipar
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Þerrið kjúklingabringurnar með eldhúspappír og vefjið 3-4 beikonsneiðum utanum hverja bringu.
2.Grillið kjúklingabringurnar á grilli eða setjið í 200°c heitan ofn í 40 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
3.Hrærið öllum hráefnunum fyrir dressinguna saman í skál og bætið við sinnepi eða hunangi ef þarf.
4.Setjið hráefnin fyrir salatið saman á disk eða í skál. Skerið kjúklingabringurnar í bita og leggið yfir.
5.Hellið smá af dressingunni yfir og berið afganginn fram með salatinu.

Dönsku Rose Poultry kjúklingavörurnar eru fyrsta flokks vörur sem hægt er að treysta.  Rose Poultry á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1952 og byggir því á margra áratuga reynslu.

Rose Poultry kjúklingavörurnar eru fáanlegar sem bringur, heill kjúklingur, lundir og úrbeinuð læri.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.