Innihaldslýsing

1 1/2 dl OTA haframjöl
1 1/2 dl möndlur
5 msk kakó
1 tsk vanillduft eða dropar
1 tsk lyftiduft
klípa salt
15 ferskar döðlur
3 þroskaðir bananar
3 egg
100 g dökkt súkkulaði, saxað
Ofaná kökuna:
75 g dökkt súkkulaði, saxað
kókosmjöl
Fyrir 6-8

Leiðbeiningar

1.Malið haframjöl og möndlur saman í matvinnsluvél eða blandara þar til áferðin er orðin hveitilík.
2.Látið í skál ásamt kakó, vanillu, lyftidufti og salti.
3.Maukið döðlur, bönunum og eggjum saman. Það fer eftir smekk hvers og eins hvort þið grófhakkið þetta eða maukið alveg. Sumum finnst gott að hafa smá bita í kökunni.
4.Blandið saman við hveitiblönduna og saxað súkkulaði og látið í 20 cm form með smjörpappír.
5.Látið í 180°c heitan ofn í 35-40 mínútur. Stingið gaffli í kökuna undir lok baksturstímann. Ef ekkert deig kemur með þegar honum er lyft upp þá er kakan tilbúin.
6.Takið úr ofni og látið strax saxað súkkulaði yfir hana. Dreyfið úr því þegar það er bráðið og ef vill getið þið stráð kókosmjöli yfir.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við OTA haframjöl

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.