Unnið í samstarfi við Good Good Ísland

Leiðbeiningar

1.Hitið ofn í 205°C með blæstri
2.Setjið vatn í rúmgóðan pott og hitið að suðu
3.Bætið smjöri út í og hrærið saman með sleif, látið sjóða örlitla stund
4.Blandið hveiti og salti saman við og hrærið rösklega þar til deigið myndar kúlu. Takið pottinn af hellunni og kælið aðeins.
5.Mér finnst best að hræra eggin saman við í pottinum, eitt í einu en það er ekkert því til fyrirstöðu að setja deigið í hrærivélaskál og hræra eggin saman við með káinu. Deigið gæti litið út fyrir að vera að skilja sig en hafið góða trú og haldið áfram að hræra þar til deigið er samlagað.
6.Áferðin á að vera þannig að hægt sé að setja það á plötu með skeið en einnig er hægt að setja það í sprautupoka og sprauta á plötu klædda bökunarpappír. Ég set ca. 1 msk eða rúmlega af deigi með góðu bili á milli
7.Bakið í 10 mín á 205°C og lækkið þá hitann í 190°C og bakið áfram í 15 - 20 mín. Í heildina því 25 - 30 mínútur. Mikilvægast af öllu er að opna aldrei ofninn á meðan bollurnar bakast því þá falla þær.
8.Ég setti Goodgood jarðarberjasultu og súkkulaði smjörið á mínar ásamt Soyatoo sprauturjóma. Toppaði svo með Goodgood sætunni sem ég malaði í litlum blandara. Allt sykurlaust og dásamlegt!

Unnið í samstarfi við Good Good Ísland

Mynd frá Good Good Ísland.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.