Sætkartöflupizza með tættum kjúklingi, spínati og rauðlauk
Sætkartöflupizza með tættum kjúklingi, spínati og rauðlauk
Sætkartöflupizza með tættum kjúklingi, spínati og rauðlauk
Sætkartöflupizza með tættum kjúklingi, spínati og rauðlauk
Hægt er að gera sætu kartöflurnar tilbúnar kvöldinu áður eða þessvegna nokkrum dögum áður til að stytta ferlið. Einnig er að sjálfsögðu hægt að nota hinn hefðbundna pizzabotn með þessu áleggi.

Leiðbeiningar

1.Stingið á kartöflurnar með gaffli og setjið inní ofn í um klukkustund eða þar til þær eru orðnar mjúkar (einnig hægt að skera í bita og sjóða í potti, tekur styttri tíma). Skerið í tvennt og skafið kartöflurnar úr og setjið í skál.
2.Setjið möndlumjöl, egg, salt, oregano, basil, hvítlauksduft og eplaedik í skálina og blandið öllu vel saman. Það er einnig gott að segja smá chilíkrydd til að fá smá aukabragð.
3.Smyrjið smjörpappír með olíu og látið sætkartöflurnar þar á og mótið í pizzu. Ef þið eigið pizzastein er um að gera að nota hann.
4.Bakið í 30 mínútur í 180°c heitum ofni. Snúið þá við og bakið í um 8 mínútur.
5.Takið úr ofninum og blandið bbq sósu og tómatsósu (eða pizzasósu) saman við og setjið yfir botninn.
6.Steikið laukinn á pönnu þar til hann er orðinn mjúkur. Rífið kjúklinginn niður og setjið yfir pizzuna ásamt spínati
7.Stráið spínati yfir allt.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.