Innihaldslýsing

2 msk smjör
2 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 msk engifer, smátt saxað
3 msk karrý
1 1⁄2 tsk salt
1 tsk cumin (ekki kúmen)
hnífsoddur cayenne-pipar
1200 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
2 tómatar, saxaðir
1 msk kóríanderkrydd
120 g kasjúhnetur, ristaðar
1 dós kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
100 g strengjabaunir
Uppskrift fyrir

Leiðbeiningar

1.Hitið smjör og olíu saman í potti. Setjið lauk, hvítlauk og engifer í pottinn og steikið við vægan hita þar til laukurinn er farinn að mýkjast.
2.Hrærið í blöndunni allan tímann svo laukurinn brenni ekki við. Bætið kryddum saman við og blandið vel. Steikið í 1-2 mínútur. Bætið kjúklingi saman við og veltið honum upp úr blöndunni.
3.Steikið kjúklinginn í 3-4 mínútur. Bætið tómötum og kóríander saman við og hitið að suðu. Setjið lok á pottinn og látið malla við meðalhita í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
4.Setjið næstum allar ristuðu kasjúhneturnar í matvinnsluvél og maukið vel. Bætið maukinu síðan út í pottinn ásamt sykurbaunum og þeim fáeinu kasjúhnetum sem ekki voru maukaðar.
5.Látið malla í 5 mínútur til viðbótar.
6.Bætið kókosmjólkinni saman við og hitið en látið ekki sjóða.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.