Ef ykkur vantar uppskrift af einfaldri, fljótlegri og virkilega bragðgóðri súpu mæli ég með því að þið prufið þessa. Uppfull af góðri næringu…svona matur sem er góður fyrir sálina.  Njótið vel!   Tælensk naglasúpa Fyrir 4 Styrkt færsla 3 msk extra virgin ólífuolía, t.d. extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio 600 g kjúklingalæri, t.d. frá...

Ef ykkur vantar uppskrift af einfaldri, fljótlegri og virkilega bragðgóðri súpu mæli ég með því að þið prufið þessa. Uppfull af góðri næringu…svona matur sem er góður fyrir sálina.  Njótið vel!

 

Tælensk naglasúpa
Fyrir 4
Styrkt færsla
3 msk extra virgin ólífuolía, t.d. extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio
600 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
1-2 stilkar sellerí, smátt saxað
1/2 – 1 rautt chilí, saxað
1 laukur, smátt saxaður3 gulrætur, smátt saxað
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
2-3 gulrætur, smátt saxaðar
1 tsk chilimauk, t.d. Chili paste frá Blue Dragon
1 tsk kjúklingakraftur, t.d. frá Oscar
1/2 – 1 dós kókosmjólk, t.d. Coconut Milk frá Blue dragon (má sleppa)
safi af 1 límónu
1 búnt kryddjurtir, gott að nota fleira en eina tegund
salt og pipar

  1. Setjið olíu í stóran pott og hitið vel. Setjið olíu í pottinn og brúnið á öllum hliðum við háan hita.
  2. Setjið sellerí, chilí, lauk, hvítlauk og gulrætur í pottinn og steikið með kjúklinginum í 2-3 mínútur. Setjið þá 1 líter af vatni út í pottinn, lækkið hitann og látið malla eins lengi og hægt er en að lágmarki 1 klst. Bætið kjúklingakrafti saman við.
  3. Að lokum bætið þið ferskum límónusafa, kókosmjólk, ferskum kryddjurtum saman við og smakkið til með salti og pipar. Ef þið viljið gera súpuna bragðmeiri getið þið bætt meira af chilímauki saman við.
  4. Berið fram með hrísgrjónanúðlum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.