Nú ætla ég að gefa ykkur uppskrift af múslí sælgætisbitum með hnetusmjöri og sykurpúðum sem eins og nafnið bendir til eru hættulega góðir. Ekki vera ein heima með þessum!   Múslí sælgætisbitar 250 g súkkulaðihafrakex 200 g smjör, skiptist niður 100 g hnetusmjör 150 g síróp 50 g sykur 40 g sykurpúðar 250 g Kellogg’s...

Nú ætla ég að gefa ykkur uppskrift af múslí sælgætisbitum með hnetusmjöri og sykurpúðum sem eins og nafnið bendir til eru hættulega góðir. Ekki vera ein heima með þessum!

 

Múslí sælgætisbitar
250 g súkkulaðihafrakex
200 g smjör, skiptist niður
100 g hnetusmjör
150 g síróp
50 g sykur
40 g sykurpúðar
250 g Kellogg’s Crunchy múslí
200 g suðusúkkulaði

  1. Setjið kex í matvinnsluvél og vinnið vel saman.
  2. Bætið 100 g af bræddu smjöri saman við og blandið vel saman. Setjið smjörpappír í bökunarform hellið kexbotninum þar í og þrýstið vel niður.
  3. Hitið pönnu og setjið hnetusmjör, smjör, síróp og sykur þar í og bræðið saman. Blandið múslí og sykurpúðum saman og hellið smjörblöndunni þar yfir og hrærið vel saman. Hellið yfir kexbotninn og þrýstið vel niður. Bakið við 170°c í 30 mínútur eða þar til gyllt á lit. Takið úr ofni og kælið lítillega.
  4. Bræðið súkkulaði og smyrjið yfir allt. Skerið í bita og njótið svo vel!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.