Innihaldslýsing

Heill Kalkúnn
2 Stk Sítrónur
2 Stk Laukar
1 Stk Appelsína
3 Stk Lárviðarlauf
7 Hvítlauksgeirar
5-7 Beikonsneiðar
1 Kg Smjör
1 Búnt Steinselja
Salt og Pipar
Ólífu olía
Kalkúnakrydd
Þakkargjörðarkalkúnn er matur sem dregur fólk saman í heljarinnar veislu. Hér ákváðum við að fara að mörgum ráðum lærimeistarans Gordon Ramsey í kalkún sem getur hreinlega ekki klikkað. Hugmyndir að meðlæti : -Sætkartöflumús -Stuffin -Waldorf salat -Gravy sósa Færslan er unnin í samstarfi við Nettó Hægt er að fylgjast með Matarmönnum á Instagram undir @Matarmenn...

Leiðbeiningar

1.Setjið smjörið í skál (Best að hafa það við stofuhita), bætið salti og pipar eftir smekk ásamt ólífuolíu, saxaðri steinselju, kreistum hvítlauk, sítrónuberki og safa úr einni sítrónu
2.Öllu blandað saman og lagt til hliðar, gott er að smakka smjörið til áður en það er sett á kalkúninn síðar í ferlinu
3.Skolið kalkúninn vel og þerrið með viskustykki
4.Varlega, aðskiljð húðina frá bringunni þannig að smjörið komist auðveldlega inn á milli. Passið að aðskilja ekki húðina á öllum kalkúninum. Gott að ímynda sér þykka línu þvert yfir miðjan kalkúninn sem á ekki að aðskilja. Passið einnig að gata ekki húðina
5.Setjið nú vel af smjöri undir húðina og dreifið vel úr því.
6.Kveikið á ofninum, 230°C blástur
7.Skerið laukana í helming ásamt appelsínu og sítrónu
8.Smyrjið kalkúninn inní með smjörblöndunni
9.Laukurinn, Appelsínan, Sítrónan, Hvítlaukurinn og Lárviðarlaufin fara nú inn í kalkúninn
10.Setjið ólífuolíu á allan kalkúninn utan frá, saltið, piprið og stráið kalkúnakryddi yfir
11.Nú er gott að bretta upp ermarnar því það er komið að því að bera restina af smjörinu á kalkúninn og færa hann inn í ofn. Hann þarf ca 25 mínútur til þess að brúnast allur
12.Takið kalkúninn út þegar hann er orðinn brúnn allstaðar, lækkið hitann niður í 130°C, Blástur
13.Ausið smjörinu sem er neðst í fatinu vel yfir kalkúninn og leggið beikonsneiðarnar yfir hann. Stingið kjarnhitamæli á milli bringu og lærisins og setjið hann inn í ofn þar til kjarnhiti nær 73°C
14.Þegar kalkúnninn er orðinn fulleldaður er mikilvægt að skera ekki strax í hann. Færið hann úr fatinu yfir á disk og leyfið honum að hvílast að lágmarki 45 mínútur á volgum stað. Til viðmiðunar leyfðum við okkar kalkún að hvílast í 2 tíma og hann var ennþá heitur að innan þegar við skárum í hann
15.Mikilvægt er að geyma safann sem safnast á meðan kalkúnninn hvílir ásamt öllu því sem eldast inní honum fyrir sósugerð

Þakkargjörðarkalkúnn er matur sem dregur fólk saman í heljarinnar veislu. Hér ákváðum við að fara að mörgum ráðum lærimeistarans Gordon Ramsey í kalkún sem getur hreinlega ekki klikkað.

Hugmyndir að meðlæti :

-Sætkartöflumús
-Stuffin
-Waldorf salat
-Gravy sósa

Færslan er unnin í samstarfi við Nettó

Hægt er að fylgjast með Matarmönnum á Instagram undir @Matarmenn

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.