Það er tilvalið að baka þessa þrusugóðu klassísku kanilsnúða í dag. Með betri uppskriftum sem ég hef bragðað – að öðrum ólöstuðum.
250 g hveiti | |
1/2 dl vatn, fingurvolgt | |
2 1/2 tsk þurrger | |
50 g smjör | |
2 msk sykur | |
1/2 tsk salt | |
1 egg | |
1 dl mjólk | |
1/2 tsk kardemommur | |
100 g smjörlíki (kanilsmjör) | |
1 dl sykur (kanilsmjör) | |
2 tsk kanill (kanilsmjör) |
Toppað t.d. með skrautsykri og möndluflögum
1. | Hellið volga vatninu í skál og stráið þurrgerinu yfir. Látið bíða í 3 mínútur. |
2. | Hrærið fingurvolgri mjólkinni saman við gerblönduna og bætið síðan egginu saman við. |
3. | Blandið saman sykri, salti, kardemommum og hveiti. |
4. | Myljið smjörið saman við hveitiblönduna og hrærið saman við gerblönduna. Hnoðið og fletjið út í ferhyrning. |
5. | Gerið kanilsmjör og smyrjið jafnt yfir deigið, magn að eigin smekk. Rúllið því síðan upp. Látið hefast í 20 mínútur. Skerið í sneiðar(gott er að pensla með mjólk) og stráið t.d. skrautsykri og söxuðum möndlum yfir. |
6. | Raðið snúðunum á bökunarplötu og bakið í 200°c heitum ofni í um 20 mínútur. |
Leave a Reply