Innihaldslýsing

1/2 bolli sykur
1/2 bolli sírópið í grænu dollunum
1 bolli gróft hnetusmjör (ekki hollu týpuna)
1/3 bolli salthnetur
3 bollar kornflex
150g mjólkursúkkulaði
Þessir sælgætisbitar slá allt út. Ég gerði þá fyrst fyrir mörgum árum síðan og í hvert sinn sem ég geri þá klárast þeir upp til agna. Þá skiptir ekki máli hvort það sé fyrir afmæli, saumaklúbb, föstudagskaffi í vinnunni eða bara fyrir okkur heima að njóta. Ótrúlega einfaldir í gerð og tilvalið að gera með...

Leiðbeiningar

1.Setjið sykur, síróp og hnetusmjör saman í pott og bræðið saman á vægum hita þar til sykurinn leysist upp
2.Saxið salthnetur og setjið út í ásamt kornflexi og blandið vel saman með sleikju, ég brýt aðeins kornflexið í leiðinni
3.Þjappið vel niður í form sem er ca. 23 x 23cm, allavega ekki mikið stærra. Setjið í frysti í 20 mín.
4.Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Passið bara að súkkulaðið verði ekki of heitt. Betra að hætta að hita það þegar það er enn þónokkuð óbráðið og leyfa því að bráðna rólega saman.
5.Takið formið úr frysti og smyrjið súkkulaðinu jafnt yfir. Kælið þar til súkkulaðið hefur stífnað. Geymið í lokuðu boxi í kæli eða frysti.

Þessir sælgætisbitar slá allt út. Ég gerði þá fyrst fyrir mörgum árum síðan og í hvert sinn sem ég geri þá klárast þeir upp til agna. Þá skiptir ekki máli hvort það sé fyrir afmæli, saumaklúbb, föstudagskaffi í vinnunni eða bara fyrir okkur heima að njóta.

Ótrúlega einfaldir í gerð og tilvalið að gera með krökkunum í innikósíi ❤

 

Myndir og uppskrift eftir Völlu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.