Innihaldslýsing

2 msk instant kaffi
2 msk hrásykur, ég notaði Cristallino frá Rapunzel
2 msk sjóðandi vatn
Klakar
Lífræn haframjólk frá Oatly
Kakóduft ef vill
  Dalgona iskaffi er það allra heitasta á internetinu um þessar mundir en það er ótrúlega einfalt að græja, tekur enga stund og er alveg ótrúlega gott. Ég nota hér Oatly lífræna haframjólk en mér finnst hún svo góð og frískandi. Ég nota einnig fíngerðan hrásykur en hann er að mínu mati bragðbetri en venjulegur...

Leiðbeiningar

1.Setjið kaffi, sykur og vatn í hitaþolna skál og pískið vel þar til blandan verður eins og þéttur óbakaður marengs
2.Hálffyllið kaffiglas af klökum og hellið haframjólkinni yfir til rúmlega hálfs
3.Setjið kaffifroðuna yfir og dustið smá kakói yfir
4.Hrærið svo saman með skeið þegar þið eruð búin að dást að þessari fegurð!

 

Dalgona iskaffi er það allra heitasta á internetinu um þessar mundir en það er ótrúlega einfalt að græja, tekur enga stund og er alveg ótrúlega gott.

Ég nota hér Oatly lífræna haframjólk en mér finnst hún svo góð og frískandi. Ég nota einnig fíngerðan hrásykur en hann er að mínu mati bragðbetri en venjulegur hvítur en það má alveg nota hvaða sykur sem er. Ég hef líka notað sykurlausa strásætu og það kom ágætlega út líka.

Það er smá sumar í þessu en það veitir ekkert af því þessa dagana!

Fyllum glasið af klökum
Hellum haframjólkinni yfir
Hérna er ég búin að setja kaffifroðuna yfir klakana og dusta kakói yfir

Fullkomið!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf, umboðsaðila Oatly

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.