Leiðbeiningar

1.Setjið maizena saman við 1 dl af mjólk. Hitið afganginn af mjólkinni þar til hún er komin að suðupunkti en látið ekki sjóða.
2.Bætið púðursykri og vatni saman við og hrærið það til það er bráðið. Hitið að suðu og takið til hliðar.
3.Hrærið eggjarauðurnar í hrærivél þar til þær eru orðnar léttar og ljósar. Bætið volgri mjólkinni saman við og hrærið stöðugt á meðan.
4.Hellið mjólkinni með maizena og sykri saman við. Setjið aftur í pott og hitið þar til blandan hefur þykknað og líkist vanillusósu. Skiptið blöndunni niður á 6 glös og kælið í 4-6 klst.
5.Karamellusósa: Látið sykur í stóran pott og bræðið yfir meðalhita. Þegar sykurinn hefur fengið gylltan lit bætið þá rjóma smátt og smátt saman við og hræðið stöðugt á meðan.
6.Takið síðan af hitanum og bætið vanillufræjum og smjöri saman við og hrærið vel. Kælið.
7.Hellið 2 msk af karamellusósu yfir hvern vanillubúðing og toppið með rjóma.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.