Víetnamskt banh mi í skál
Karmellumarinerað svínakjöt
800 g svínakótilettur
3 msk fiskisósa frá Blue dragon
3 msk hlynsíróp
2 msk sojasósa frá Blue dragon
1 msk sykur
1/2 msk sesamolía (eða önnur olía)
3 hvítlauksrif
2 cm bútur ferskt engifer
1 pakki eggjanúðlur frá Blue dragon
Saxið hvítlauk og engifer smátt. Skerið kjötið í bita. Blandið öllum hráefnunum saman og setjið kjötið saman við. Marinerið í að minnsta kosti 30 mínútur. Steikið á pönnu við háan hita þar til kjötið hefur brúnast. Sjóðið núðlur og látið í botninn á skálinni. Setjið kjötið yfir, agúrkurnar og gulræturnar. Toppið með kóríander, chilí og sesamfræjum.
Sultaðar gulrætur
3 gulrætur
1 1/2 dl edik
1 1/2 msk salt
1/2 dl sykur
Öll hráefnin sett i pott og hitað við vægan hita þar til sykurinn er uppleysur. Kælið lítillegar og hellið í skál. Látið gulræturnar liggja í leginum í smá stund.
Marineraðar agúrkur
1/2 ágúrka
hvítvínsedik
chilíflögur
Skerið agúrku í tvennt og fræhreinsið. Hellið hvítvínsediki yfir og smá chilíflögur. Geymið í kæli þar til borið fram.
Leave a Reply