Algjörlega perfecto humarravioli Ég elska ravioli og finnst gott ravioli dásamlegra en allt dásamlegt. Hinsvegar getur það verið mjög tímafrekt sé það gert frá grunni og oft verður deigið utanum raviolíið of þykkt. Nýlega uppgötvaði ég hinsvegar snilldina við að nota wonton filmur í stað venjulegs pastadeigs. Það er svo óendanlega sniðugt að ég ætla...

Algjörlega perfecto humarravioli

Ég elska ravioli og finnst gott ravioli dásamlegra en allt dásamlegt. Hinsvegar getur það verið mjög tímafrekt sé það gert frá grunni og oft verður deigið utanum raviolíið of þykkt. Nýlega uppgötvaði ég hinsvegar snilldina við að nota wonton filmur í stað venjulegs pastadeigs. Það er svo óendanlega sniðugt að ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa því. Þær koma tilbúnar í pakka og það eina sem þið þurfið að gera er að afþýða þær og setja þetta saman…vola málið dautt! Það sem er hinsvegar best er að gæðin haldast algjörlega og ykkur líður eins og þið séuð að borða ravioli á michelin veitingastað.

Í einni svona pakkningu (selt í víetnam market) eru örþunnar og ferkantaðar filmur sem smellpassa fyrir ravioli.
Ricottaostur virðist vera meira en vandfundinn á Íslandi, en í staðinn fyrir hann er hægt að láta kotasælu í sigti, síja vökvann frá og hræra jafnvel smá rjómaosti eða mascapone útí og þá eruð þið komin með heimatilbúinn ricotta. Verði ykkur að góðu, þessi réttur er perfecto!

Wonton ravioli fyrir 4-5
1 pakki wonton 11×11 cm

Humarfylling
500 gr humar
1 skarlottulaukur
1 hvítlaukur, smátt skorinn
1 bolli steinselja
450 gr. ricotta ostur eða 1 stór dós kotasæla síjuð með 1 msk rjómaostur
salt og pipar
Aðferð: Látið humarinn á pönnu með bræddu smjöri og léttsteikið. Bætið útí skarlottulauk og hvítlauk. Takið af pönnunni þegar humarinn er tilbúinn. Kælið.
Blandið humarblöndunni, ricottaosti og steinseljunni í skál. Saltið og piprið og látið í kæli í 30 mín.

Sósan
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 skarlottulaukur, smátt skorinn
2 dósir maukaðir tómatar
Basilbúnt, saxað
1/2 bolli matreiðslurjómi
1 msk smjör

Aðferð sósa

  1. Léttsteikið skarlottulauk og hvítlauk í olíu
  2. Bætið útí tómatmauki, rjóma, smjör og basil. Eldið við lágan hita í um 20 mínútur. Hrærið reglulega.

Samsetning

  1. Leggið wonton filmu á borð og látið rúmlega 1 tsk af fyllingu á filmuna
  2. Penslið kantana með vatni og leggið aðra filmu yfir. Byrjið á að þrýsta filmunni í kringum fyllinguna og tæmið allt loftið og færið ykkur síðan meðfram allri filmunni.
  3. Hitið vatn með salti og olíu að suðu. Lækkið hitann örlítið, hrærið vel í vatninu og látið raviolíið útí vatnið ca. 5-10 ravioli í einu eftir stærð pottsins.
  4. Þegar raviolíið byrjar að fljóta er það tilbúið.
  5. Berið fram með sósunni, parmesan. Skreytið með basil eða steinselju.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.