Að byrja helgina á nýbökuðu brauði er eitthvað sem gerir að mínu mati góða helgi enn betri. Þessi uppskrift er ótrúlega fljótleg þannig að stuttu eftir að þið skríðið fram úr getur þú og þitt fólk gætt sér á þessu dásamlega brauði. Hægt er að gera úr því brauðbollur, kanilsnúða, foccaccia og í raun það...
Tag: <span>brauð</span>
Góðar og grófar brauðbollur
Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn. Grófar brauðbollur 1,5 kg hveiti 10 msk hveitiklíð 3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda) 1 dl sykur...
Beyglubomba fyllt með rjómaosti og vorlauk
Nei nú skulu þið halda ykkur..þessar eru roooooosalegar. Ég er að reyna að finna það út hvernig ég get lýst þeim nógsamlega þannig að þið skellið ykkur inn í eldhús og búið þessar ótrúlegu beyglubombur til. En ég get það ekki því orð eru einfaldlega lítilvæg í þessu samhengi. Treystið mér bara, fyrsti bitinn segir...
Jólatrésbrauð
Nú er minna en mánuður til jóla og uppáhalds tíminn minn að renna upp, aðventan. Á aðventunni nýt ég stundarinnar og geri bara það sem er skemmtilegt. Matarboð, bakstur með börnunum, kertaljós, jólagjafir, jólabjór, jólarauðvín, jólasúkkulaði jóla jóla jóla! Það fer eitthvað minna fyrir einhverri allsherjar jólahreingerningu, enda svo dimmt á þessum árstíma að það...
Foccacia með vínberjum
Foccacia er eitt af mínum uppáhalds. Þetta er brauð sem þarf að gefa sér tíma fyrir og nostra við en verðlaunin eru mikil og þarna verður til listaverk í höndunum á manni. Annað sem ég er svo hrifin af við foccacia er að þú getur látið brauðið ganga milli borðgesta og allir rífa sinn hluta....
Sætkartöflu panini í pítubrauði
Perfecto Perfecto Perfecto Það er ótrúlegt hvað svona lítil og nett samloka getur gert mikið fyrir bragðlaukana. Hún nær fullkomnun eins langt og fullkomnun nær. Þessi panini er einföld og fljótgerð og á alltaf við hvort sem er sem hádegismatur eða veislumatur. Gleymdu öllum uppskriftum sem þú hefur áður séð og gerðu þessa..núna! Sætkartöflu panini...
Kryddbrauðið sem var krassandi
Þessi uppskrift hefur fylgt mér frá unga aldri en þetta brauð bakaði mamma oft um helgar við mikla ánægju okkar barnanna og stendur ávallt fyrir sínu. Pilsnerbrauð er kryddbrauð sem er einfalt og fljótlegt í undirbúningi. Það hentar einstaklega vel yfir vetrartímann enda er fátt yndislegra en að finna heimilið lykta af engifer, múskati og...
Naanbrauð Þórunnar Lárus
Uppskriftin að þessu brauði birtist í Gestgjafanum fyrir ansi mörgum árum síðan. Ég man enn þegar ég fékk þetta blað. Lárusdætur voru með dásamlega veislu og greinilega algjörir snillingar í eldhúsinu. Brauðið stendur ávallt fyrir sínu og er með betri naan brauðum sem ég hef gert. Þau eru hinsvegar frábrugðin hinum hefðbundnu naan brauðum að...
Brjálæðislega gott bananabrauð
Bara ef þið gætuð fundið ilminn hjá mér núna, jafnvel komið í smakk… Þessi bananabrauð falla algerlega undir “must do” flokkinn. Einföld, dásamleg, stökk að utan og mjúk að innan. Hér er allt eins og það á að vera. Verði ykkur að góðu og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkar. Bjálæðislega bananabrauðið Skál 1...
Brauðið
Reisulegt & fallegt, hér fyllt með hvítlauk og rósmarín Hafið þið reynt að gera heimabakað brauð, en aldrei tekist almenninlega? Eftir að þið prufið þessa uppskrift er misheppnaður brauðbakstur úr sögunni. Undirbúið ykkur undir aðdáun annarra og mögulega frægð (amk meðal fjölskyldu og vina) fyrir brauðIÐ ykkar! Fólk á eftir að dásama útlitið, bragðið og...
Bruschetta með tómötum
Bruschetta er frábær forréttur en einnig kjörið miðdegissnarl, einfalt í framkvæmd og dásamlegt á bragðið. Hráefni 1 baguette-brauð extra virgin ólífuolía 6 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í teninga 3-4 hvítlauksrif 1/2 rauðlaukur, smátt skorinn 10-12 fersk basilíka söxuð salt og pipar balsamiksýróp Aðferð Skerið brauðið í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir það. Ristið á pönnu....
- 1
- 2